Rótarýklúbbur Sauðárkróks.

Rótarýklúbbur Sauðárkróks var formlega stofnaður 26. september 1948. Í honum eru 23 félagar, bæði karlar og konur. Fundir eru haldnir vikulega, á fimmtudögum í félagsheimilinu Ljósheimum um kl.18:00. Þar koma félagar saman og snæða kvöldverð áður en formlegur fundur hefst. Dagskrá funda er oftar en ekki í höndum starfsnefnda á vegum klúbbsins, en þá eru meðal annars fengnir fyrirlesarar frá fyrirtækjum eða stofnunum bæjarins til að segja frá því helsta sem er á döfinni. Eins flytja félagar svokallaðan rafpóst, en það er 5-8 mín erindi um það helsta sem brennur á viðkomandi. Félagar eru með ýmsa árlega viðburði, s.s jólahlaðborð Rótarý, makakvöld, árshátíð, haustferð svo eitthvað sé nefnt. Tilvalin félagsskapur fyrir þá sem vilja bæði fræðast og hafa áhrif á sitt nærumhverfi og í leiðinni að njóta góðra samveru.