Heimsókn frá Brunavörnum Skagafjarðar.

föstudagur, 8. nóvember 2024

Jón Þór.

Fjölmennur fundur var haldinn í Rótarýklúbb Sauðárkróks fimmtudaginn 7. nóvember. Á fundinum voru m.a. nokkur fjöldi gesta og byrjaði forseti klúbbsinns, Ómar Bragi Stefánsson á að vera með góða kynningu á alþjóða rótarýhreyfingunni sem og starfsemi Rótarýklúbb Sauðárkróks. Eftir það fengu menn sér súpu og brauð og ræddu við gestina. Þá komu starfsmenn frá Brunavörnum Skagafjarðar, þeir Svavar Atli Birgisson og Yngvi Jósef Yngvason í heimsókn og kynntu starfsemina. Fram kom hjá þeim að starfsemin væri til húsa á þremur stöðum í Skagafirði, Sauðárkróki, Hofsós og Varmahlíð. 4 starfsmenn væru í fullu starfi og 28 í hlutastarfi.  Nokkrar umræður sköpuðust eftir kynninguna og svöruðu þeir félagar spurningum úr sal. 

Starfsmenn Brunavarna Skagafjarðar.