Fimmtudaginn 14. nóvember voru teknir inn tveir nýir félagar í Rótarýklúbb Sauðárkróks. Það eru þau Sólveig Fjólmundsdóttir og Árni Björn Björnsson. Ómar Bragi Stefánsson, forseti klúbbsins sá um innsetninguna og í lokin buðu félagar þau velkomin í klúbbinn.