Jólafundur Rótarýklúbbs Sauðárkróks

föstudagur, 13. desember 2024

Jón Þór

Fundur var haldinn í Rótarýklúbb Sauðárkróks fimmtudaginn 12. desember. Þetta var jólafundur með hátíðlegu sniði, en þar buðu félagar bæði mökum og gestum með.

Það voru þau Ómar Bragi Stefánsson forseti, og Íris Helma Ómarsdóttir sem sáu um dagskrá kvöldsins sem var fjölbreytt.

Byrjað var á því að taka inn nýjan félaga í klúbbinn, en hann heitir Helgi Jóhannsson og starfar sem flugmaður hjá Icelandair.

Félagar buðu Helga velkominn í klúbbinn.