Menningarferð heim að Hólum.

miðvikudagur, 12. október 2022

Fimmtudaginn 22. september fóru félagar ásamt mökum og gestum í menningarferð heim að Hólum. Það var nýskipaður rektor skólans, dr. Hólmfríður Sveinsdóttir sem tók á móti hópnum og kynnti  starfsemi skólans. Hjá henni kom m.a. fram að þar er rekin miðstöð þekkingar og þróunar á þremur sérsviðum,  ferðamáladeild, fiskeldis og fiskalífræðideild ásamt hestafræðideild. Skólinn hefði mótað sér ákveðna sérstöðu í gegnum tíðina og laðað að sér nemendur alls staðar úr heiminum. Eins kom fram hjá Hólmfríði að skólinn hefur metnaðarfull áform varðandi framtíðina og verður gaman að fylgjast með  hvernig til tekst. Klúbburinn þakkar Hólmfríði og hennar fólki fyrir skemmtilega og fræðandi stund.