Heimsókn frá Rotary International

miðvikudagur, 12. október 2022

Rasmus Peter  Egeskjold, sérfræðingur Rotary International í félagaþróun, átti fróðlegan fund með nokkrum félögum sunnudaginn 11. sept. Hann kom inn á hvernig félagaþróun hefur tekið breytingum í covod-ástandinu ásamt því hvernig klúbbar hafa verið að bregðast við. Sem dæmi frá danmörku nefndi hann öflugra sjálfboðaliðsstarf í nærumhverfi klúbbana,  t.d. hreinsunarátaki og fleiri þess háttar verkefnum. Þetta væru mjög sýnileg störf þar sem hægt er að taka fjölskyldumeðlimi með. Eins sýndi hann mjög mikin áhuga á þeirri starfsemi sem klúbburinn okkar væri að gera, sérstaklega árlegu jólahlaðborðinu sem og  vinnu við endurbyggingu varða yfir laxárdalsheiði.