Heimsókn í verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

fimmtudagur, 23. febrúar 2023

Jón Þór

Fimmtudaginn 23. febrúar fóru félagar í heimsókn í verkmenntahús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þar fengum menn kynningu á starfseminni undir leiðsögn Þorkells V Þorsteinssonar, aðstoðar skólastjóra. Mikil aðsókn hefur verið í verknám hjá skólanum undanfarin ár og ljóst að húsnæði skólans er orðið of lítið. Gott orðspor skólans hefur gert það að verkum að nemendur eru að komið alls staðar af landinu, og hafa í raun þurft að vísa nemendum frá vegna plássleysis. Fram kom hjá Kela að búið er að skrifa undir viljayfirlýsingu við stjórnvöld um stækkun skólans, og vonandi verður það að veruleika á næstunni.

      

Félagar á kynningu í verkmenntahúsi Fjölbrautaskóla Nv.