Fimmtudaginn 2. nóvember fóru rótarýfélagar í kynningarheimsókn í Náttúrustofu Norðurlands Vestra á Sauðárkróki. Þar tók á móti okkur Starri Heiðmarsson og var hann með fróðlega kynningu á verkefnum stofnunarinnar. Eins fór hann yfir verkefni sem hann er að vinna að þessa stundina sem ber heitið " Landnám og framvinda gróðurs í jökulskerjum". Rótarýfélagar þakka Starra fyrir fróðlegt erindi.