Kynning á starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga.

föstudagur, 21. október 2022

Fimmtudaginn 20. október var fundur nr. 3.400 frá upphafi haldinn í Rótarýklúbb Sauðárkróks. Það var samfélagsnefnd sem sá um fundarefni þennan dag og fengu þeir fulltrúa Kaupfélags Skagfirðinga, Ingólf Jóhannsson fjármálastjóra til að vera með kynningu á félaginu. Ingólfur fór yfir þróun á matvælastarfsemi Kaupfélagsins  s.l 30 ár, og nokkuð ljóst að félagið er orðin risi á íslenskum markaði er það varðar. Þar er bæði verið að tala um fiskvinnslu og útgerð, sláturhús og kjötvinnslu sem og mjólkurvinnslu. Eftir kynninguna fengu menn að spyrja spurninga og ljóst að fyrirtækið er í mjög öflugri sókn á þessum markaði. Fram kom hjá Ingólfi verið væri í þessum töluðu orðum að starta ethanól vinnslu hjá Íslenskum mysuafurður  sem staðsett er í húsnæði Mjólkursamlags KS. Þar yrði allur mjólkursykur sem félli frá íslenskri ostagerð safnað saman, hann gerjaður og eimaður og búin til 96% hreinn spíri. Kemur framleiðslan til með að nema um 1,500,000 ltr á ári.

Rótarýfélagar þakka Ingólfi fyrir góða kynningu.