Brynjar Pálsson gerður að heiðursfélaga.

föstudagur, 26. maí 2023

Föstudaginn 26. maí hélt rótarýklúbburinn sitt árlega makakvöld. Þá var haldið með rútu í Glaumbæ í Skagafirði og gamli bærinn skoðaður. Eftir það var boðið upp á léttar veitingar í Áshúsinu og fengu menn um leið fræðslu um sögu staðarins. Að því loknu var haldið í Hofsstaði þar sem fundur var haldinn. Páll Snævar Brynjarsson var með rafpóstinn en þar fór hann yfir íþróttaiðkun á Sauðárkrók s.l 50 árin eða svo. Við þetta tækifæri var  tilkynnt að Brynjar Pálsson hefði verið gerður að heiðursfélaga í Rótarýklúbb Sauðárkróks. Brynjar gekk í klúbbinn 15. janúar 1970 og gengdi m.a. forsetaembættinu 1977-1978. Hann var síðan nefndarmaður í Króksbókarnefnd ásamt því að vera stjórnandi hins margfræga rótarýkórs. Brynjar var gerður að Paul Harrris félaga 1. júlí 1983.